Athafnamaður frá Singapúr, Andy Chua, bauð hæsta boð á árlega uppboðinu „Power Lunch with Warren Buffet“. Sá sem býður hæsta boð fær að snæða hádegisverð ásamt sjö vinum með hinum 83 ára gamla auðjöfri Warren Buffet á Smith & Wollensky veitingastaðnum. Andy Chua bauð 2,17 milljónir bandaríkjadollara, eða sem samsvarar 250 milljónum króna, og því er öruggt að ekki er um ókeypis hádegisverð að ræða.

Uppboðið hófst á 25.000 dollurum 1.júní en Andy Chua bauð sigurboðið 10 mínútum áður en uppboðið lokaði síðastliðinn föstudag. Til gamans má geta að sigurboðið nemur nærri því tífalt miða um borð Virgin Galactic geimfari í eigu auðjöfursins Richard Branson.

Hádegisverðurinn er sagður geta breytt lífi fólks. Guy Spier, fjárfestir sem vann árið 2007, skrifaði meðal annars bók sem útskýrði hvernig hádegisverðurinn breytti því hvernig hann hugsaði um fjárfestingar.

Ted Weschler sem eyddi samtals 5,25 milljónum dollara, eða sem samsvarar 600 milljónum íslenskra króna til að vinna hádegisverðinn árið 2010 og 2011 var ráðinn af Warren Buffet í kjölfari hádegisverðarins árið 2011. Hins vegar segist Buffet aðspurður að hann reikni ekki með því að hádegisverðurinn leiði til starfsráðningar.

Buffet segist fá spurningar um fjölskyldulíf sitt og góðgerðarstarfsemi í hádegisverðinum en segist ekki tala um framtíðarfjárfestingar.

Sigurboðið í ár var tvöfalt hærra en árið 2013 en náði hins vegar ekki að toppa það hæsta sem býðst hefur sem var 3,5 milljónir dollarar, eða um 400 milljónir árið 2012. En Buffet hefur boðið upp á þennan hádegisverð síðastliðin 15 ár. Ágóði hádegisverðarins fer til San Francisco Glide Foundation, góðgerðarfélags sem veitir fátækum mat og húsaskjól. Síðastliðin 15 ár hafa hádegisverðirnir safnað 16 milljónum dollarar fyrir félagið.