Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um ráðstöfun 250 milljóna króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. Kemur þetta fram á vef Vinnumálastofnunar

Vinnumálastofnun mun sem fyrr sjá um að auglýsa þau störf sem í boði verða hjá ríkisstofnunum en sveitarfélögin auglýsa sjálf störf á sínum vegum. Í fréttinni segir að ríkisstofnanir og sveitarfélög séu áhugasöm um að hrinda þessu átaki í framkvæmd í sumar

Vinnumálastofnun mun hefja undirbúning eins fljótt og auðið er svo unnt verið að auglýsa störf tímanlega. Líkt og áður er miðað við að ráðningartími í hvert starf séu tveir mánuðir. Framlag Atvinnuleysistryggingasjóðs nemur að hámarki grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta fyrir hvert starf auk 8% framlags í ífeyrissjóð.