Heildartekjur Exton ehf. á árinu 2010 jukust um 250% frá árinu áður og skýrist aukning að mestu leyti af sölu sviðsbúnaðar í tónlistarhúsið Hörpu. Hagnaður ársins nam kr. 177 milljónum samborið við 15 milljóna króna tap árið áður. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 77 milljónir en voru neikvæðir um 30 milljónir í fyrra.

Eigið fé Exton var jákvætt um 80 milljónir í árslok 2010 en var neikvætt um 291 milljón króna í upphafi ársins. Breytingin skýrist af hagnaði ársins, endurmati á fastafjármunum um 42 milljónir og leiðréttingum á stöðu gengistryggðra lána um 60 til 75 milljónir.

Exton leigir út allan sviðsbúnað á borð við ljós, hljóðkerfi og myndbúnað.