Störfum í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hefur fjölgað um 2.475 milli ára. Er þá miðað við ársmeðaltalið 2015 og meðaltal fyrstu sjö mánaða þessa árs. Á milli áranna 2014 og 2015 nam tveimur árum hefur störfum í ferðaþjónustu því fjölgað um tæp 2.900. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að eins og margt sem tengist vexti ferðaþjónustunnar séu þessar tölur hálflygilegar.

„Það sem mér finnst einna merkilegast er að þessi störf verða til án aðkomu stjórnvalda – ferðaþjónustan sem atvinnugrein er sjálfsprottin en það er ekki hægt að segja um allar atvinnugreinar,“ segir Helga. „Það má segja að það sé í raun ferðaþjónustunni að þakka að hér á landi sé nánast ekkert atvinnuleysi. Samkvæmt okkar útreikningum borgaði ríkissjóður 3,5 milljörðum króna minna í atvinnuleysisbætur milli áranna 2014 og 2015, aðallega vegna fjölgunar starfa í ferðaþjónustu. Þessi tala er ekki síst áhugaverð ef þú setur hana í samhengi við hugmyndir um sértæka gjaldtöku af ferðamönnum sem eiga að skila ríkinu einum milljarði.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .