Í desember námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs fimm milljörðum króna, sem er tæplega 26 % aukning frá desember í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarriti Íbúðúðarlánasjóðs.

Sjóðurinn lánaði 17,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi og 73,7 milljarða á árinu 2005 en endurskoðaðar áætlanir gerðu ráð fyrir að heildarútlán yrðu 72,6 milljarðar á árinu 2005.

68 milljarðar voru almennum lánum, 5,6 milljarðar leiguíbúðalán og um 140 milljónir öðrum lánaflokkum.

?Heildarútlán sjóðsins jukust því um 8,2% milli ára" segir í ritinu.

Fjármögnunarkjör Íbúðalánasjóðs hafa versnað á undanförnum mánuðum og var ávöxtunarkrafa íbúðabréfa á bilinu 4,1% - 4,3%, mismunandi eftir flokkum íbúðabréfa, í lok ársins 2005, segir einnig í ritinu.

Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti 2. desember síðast liðinn um 25 punkta og sjóðurinn hækkaði útlánsvexti um 10 punkta frá því sem fyrir var og eru útlánsvextir sjóðsins nú 4,45% á útlánum með uppgreiðsluákvæði og 4,70% á útlánum án uppgreiðsluákvæðis.