*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 23. maí 2019 17:12

26% fjölgun íbúða í byggingu frá ármótum

Íbúðum í byggingu hefur fjölgað hratt á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Ástgeir Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Íbúðum í byggingu hefur fjölgað hratt á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Fjöldi íbúða í byggingu á landinu öllu nam 3.839 í lok aprílmánaðar og hafði þá fjölgað um 26% frá því um síðustu áramót. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá en stofnunin hóf frá og með síðustu áramótum að safna mánaðarlegum gögnum yfir stöðu íbúða í byggingu og fjölda tilbúna íbúða og voru birt í fyrsta sinn í dag. Um síðustu áramót nam fjöldi íbúða í byggingu 3.049 og hafði þeim fjölgað um 23,5% frá því í árslok 2017 eða um 580 íbúðir. Var aukningin sú mesta á milli ára frá því fyrir hrun. Þegar gögn fyrir síðustu 10 ár eru skoðuð hefur staða íbúða í byggingu hækkað talsvert frá því að talningin náði lágmarki sínu árið 2014 þegar fjöldinn nam 2.088.

Frá árslokum 2014 hefur íbúðum í byggingu fjölgað um 83,8% sé miðað við stöðuna í lok apríl. Í lok aprílmánaðar nam fjöldi tilbúna íbúða á landinu öllu 138.998 og hafði þeim þá fjölgað um 859 frá áramótum. Í lok aprílmánaðar voru tilbúnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu samtals 87.061 talsins en 51.937 á landsbyggðinni. Þetta samsvarar því að 62,6% tilbúna íbúða á landinu eru á höfuðborgarsvæðinu á meðan hlutfall íbúða á landsbyggðinni er 37,4%. Hefur þetta hlutfall haldist nokkuð stöðugt frá árinu 2008 þegar 61,6% tilbúinna íbúða voru á höfuðborgarsvæðinu á móti 38,4% á landsbyggðinni.

Nánar er fjallað um málið í Fasteignamarkaðnum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is