Hagnaður Siglu ehf., fjárfestingafélags í eigu Tómasar Kristjánssonar, nam 2,6 milljörðum króna í fyrra og dróst saman um 7,8% á milli ára. Arðsemi eiginfjár nam 30% á árinu, en eigið fé félagsins var 8,6 milljarðar í lok árs.

Félagið greiddi 55 milljónir í arð á síðasta ári, en stjórn Siglu leggur til að greiddar verði 50 milljónir í arð árið 2022 vegna rekstrarársins 2021.

Félagið hét Gani ehf. í ársbyrjun 2021 en sameinaðist Siglu miðað við 1. janúar 2021 og tók samhliða upp nafnið Sigla ehf.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.