Auknar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti við næstu ákvörðun bankans. Verðbólga á ársgrundvelli hækkaði í mars frá fyrri mánuði á evrusvæðinu. Hún mælist nú 2,6% og var hækkunin meiri en búist var við en verðbólga í febrúar mældist 2,4%

Flestir hafa lesið í orð forsvarsmanna Evrópska seðlabankans á þann hátt að von er á vaxtahækkun. Flestir búast við 0,25 prósentustiga hækkun en vaxtaákvörðun er á fimmtudaginn nk.

Verðbólgan hefur ekki mælst hærri á evrusvæðinu síðan í október 2008.