*

þriðjudagur, 19. október 2021
Innlent 4. maí 2021 17:01

260 milljóna tap framtakssjóðs

Tap framtakssjóðsins Horn III, í rekstri Landsbréfa, var 260 milljónir fyrir síðasta ár. Félagið á Hagvagna, Hópbíla og Hvaleyri auk hluta í öðrum félögum.

Snær Snæbjörnsson
Horn III er í rekstri Landsbréfa
Haraldur Guðjónsson

Framtakssjóðurinn Horn III slhf., sem rekinn er af Landsbréfum, bókfærði 260 milljóna tap á síðasta ári. Horn III á Hagvagna, Hópbíla og Hvaleyri en á auk þess fjórðungshlut í Ölgerðinni, 40% hlut í Hertz á Íslandi og helmingshlut í bæði Líflandi og Eldum Rétt. 

Tapið má að mestu rekja til gangvirðisbreytinga en Covid-19 heimsfaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á eignasafn félagsins með bæði beinum og óbeinum hætti. Bókfært verð eignarhluta félagsins var í lok árs 6,47 milljarðar sem að er 3% lækkun milli áranna 2020 og 2019.

Heildareignir félagsins voru um sjö milljarðar í árslok sem að er lækkun um 3.5%. Eigið fé var um 6,8 milljarðar en skuldir námu 232,4 milljónum.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti hluthafi félagsins með 19,9% hlut og Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafinn með 15%. Frjálsi lífeyrissjóðurinn á 9,6% hlut, Landsbankinn á 5,6% og Íslenski lífeyrissjóðurinn á 5,45%. 

Stikkorð: Uppgjör Landsbréf Horn III