*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 27. maí 2019 11:20

263 milljóna króna gjaldþrot bakarís

Okkar bakarí hefur verið úrskurðað gjaldþrota og nema lýstar kröfur í þrotabúið um 233 milljónum króna.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Okkar bakarí hefur verið úrskurðað gjaldþrota og nema lýstar kröfur í þrotabúið um 263 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Skiptum á búinu var lokið þann 9. maí 2019. Upp í forgangskröfur sem námu um 29,5 milljónum króna greiddust 8,14 %, ekkert greiddist upp í almennar og eftirstæðar kröfur. Almennar kröfur námu 233 milljónum króna og eftirstæðar kröfur námu 695 þúsund krónum.

Fyrirtækið Okkar bakarí rak þrjár bakarísverslanir á höfuðborgarsvæðinu þar af tvær í Garðabæ og eina í Hafnarfirði. Eigandi fyrirtækisins var Jón Heiðar Ríkharðsson og tók hann við rekstrinum árið 2012.

Stikkorð: Gjaldþrot Okkar bakarí
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is