Efnahagslegur ávinningur Íslands af nýtingu jarðhita í stað olíu árið 2014 var 89 milljarðar og uppsafnaður, núvirtur sparnaður frá 1914-2014 er metinn um 2.680 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í samantek orkustofnunar en þar segir einnig að ljóst er að þjóðfélagið hefur hagnast  á því að nýta innlendar jarðhitaauðlindir til húshitunar í stað innfluttrar olíu.

Áætlaður ávinningur nemur 4,5% af vergri landsframleiðslu ársins 2014 og um 272 þúsund krónum á hvern íbúa landsins.

Áhugasamir geta kynnt sé nánar úttekt Orkustofnunar hér.