*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 17. desember 2007 11:44

2,7% aukning í nýskráningu bifreiða

Ritstjórn

Það sem af er árinu 2007, hafa 29.227 ökutæki verið nýskráð miðað við 28.472 ökutæki á sama tíma í fyrra. Þetta er 2,7 % aukning á milli ára. Það sem af er árinu hafa verið höfð eigendaskipti á 102.336 ökutækjum miðað við 95.316 ökutæki á sama tíma í fyrra en það er 7,4 % aukning á milli ára. Frá þessu er greint á vef Umferðastofu.