Talsvert líf var í Kauphöllinni í dag en tíu félög hækkuðu í viðskiptum dagsins og átta félög lækkuðu. Einungis bréf Heimavalla og Iceland Seafood stóðu í stað. Heildarviðskipti dagsins námu 2,7 milljörðum króna og lækkaði Úrvalsvísitalan (OMXI10) um 0,27%.

Áfram halda hlutabréf fasteignafélaganna að hækka en mest hækkaði Reginn um 2,96% og standa bréfin í 15,65 krónum. Næst mest hækkun var á bréfum Kviku banka eða um 2,31% og þriðja mest hækkun var á bréfum Reitis, um 1,98%.

Sjá einnig: Bréf fasteignafélaganna taka við sér

Mest velta var með hlutabréf Símans, um 545 milljónir króna og lækkuðu bréfin um 0,58%. Næst mest velta var með bréf Arion banka sem lækkuðu mest í viðskiptum dagsins um 0,81% og standa þau nú í 73,9 krónum hvert.