Farþegaþotur tóku á loft frá Keflavíkurflugvelli að jafnaði tuttugu og sjö sinnum á dag í maí. Tíu flugfélög skiptu ferðunum á milli sín en Icelandair er langumsvifamesta félagið. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi. is.

Í maí var boðið upp á um 850 áætlunarferðir frá vellinum sem er aukning um fjórðung frá fyrri mánuði samkvæmt talningu Túrista. Tíu félög héldu úti millilandaflugi héðan og var Icelandair langstærst með átta af hverjum tíu ferðum.