27.000 starfsmönnum Hewlett-Packard (hp), stærsti tölvuframleiðanda heims, verður sagt upp störf fyrir lok ársins 2014. Þetta er um 8% starfsafla fyrirtækisins í heild.

Á vef breska ríkisútvarpsins BBC er haft eftir forsvarsmönnum fyrirtækisins að niðurskurðurinn spari fyrirtækinu hátt í 3,5 milljarða dollar árlega. Það sem sparist eigi að nýta til að fjárfesta áfram í fyrirtækinu sjálfu.

Tölvurisinn stendur nú í endurskipulagningu fyrirtækisins og er vonast til að sú einföldun sem nú fer fram hjálpi hp að takast á við aukna samkeppni. Samkeppnin hefur aukist og virðast nýjar vörur, til dæmis iPad, vera farnar að hafa áhrif á sölutölur fyrirtækisins.

Starfsmenn hp eru um 350.000 á heimsvísu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja enn of snemmt að segja til um hvar verði skorið niður en gera megi ráð fyrir að allir hlutar fyrirtækisins finni að einhverju leyti fyrir aðgerðunum.