*

mánudagur, 1. júní 2020
Erlent 21. febrúar 2020 08:12

27,8 milljarða tekjutap vegna kórónuveiru

Alþjóðleg flugmálayfirvöld áætla að tekjumissir asískra flugfélaga á árinu vegna kórónuveirunnar verði 27,8 milljarðar dollara.

Ritstjórn
epa

Alþjóðleg flugmálayfirvöld áætla að flugfélög á alþjóðavísu muni tapa 29,3 milljörðum dollara í tekjur á þessu ári, vegna kórónuveirunnar. BBC greinir frá þessu.

Alþjóðlegu flugmálayfirvöldin (IATA) reikna ennfremur með því að eftirspurn eftir flugferðum muni á þessu ári dragast saman í fyrsta sinn í meira en áratug. Búist er við því að flugfélög frá Kína og öðrum hlutum Asíu muni taka mesta skellinn. Gerir spá IATA ráð fyrir því að tekjumissir asísku flugfélaganna muni nema 27,8 milljörðum dollara en tap flugfélaga utan Asíu muni nema 1,5 milljörðum. Þá reiknar IATA með því að kínversku flugfélögin muni ein og sér muni tapa 12,8 milljörðum dollara í tekjur.  

Stikkorð: Kína Asía IATA Kína flugfélög tekjur kórónuveiran