Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík fór fram í gær, laugardaginn 19. janúar í Háskólabíói.

Við útskriftina flutti Johan Bergendahl, forstjóri JP Morgan í London, hátíðarávarp til hinna brautskráðu nemenda og annarra gesta.

Dr. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, brautskráði að þessu sinni 279 nemendur frá skólanum.

36 nemendur útskrifuðust með meistaragráðu, 117 með bakkalárgráðu, 40 með diplómagráðu og 26 með próf af frumgreinasviði.

Elsti útskriftarnemandinn er 56 ára og útskrifast með meistaragráðu í lögfræði og sá yngsti er 22ja ára, með próf af frumgreinasviði.

Þeir 279 nemendur sem brautskráðust frá frá skólanum að þessu sinni koma úr fjórum deildum skólans og skiptast sem hér segir:

Viðskiptadeild: 120 nemendur 22 með meistaragráðu 91 með bakkalárgráðu 7 með diplóma í viðskiptafræði

Lagadeild: 27 nemendur 11 með meistaragráðu 16 með bakkalárgráðu

Tölvunarfræðideild: 28 nemendur 3 með meistaragráðu 17 með bakkalárgráðu 8 með diplóma í kerfisfræði

Tækni- og verkfræðideild: 104 nemendur (útskrifa af 13 námsbrautum) 53 nemendur með bakkalárgráðu, flestir í byggingatæknifræði eða 18 nemendur. 25 með diplóma í iðnfræði 26 af frumgreinasviði