Afgangur á vöruskiptum við útlönd nam 28,1 milljarði króna á fyrstu sjö mánuðum ársins, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 53,8 milljarða króna og inn fyrir 49,3 milljarða króna. Vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 4,5 milljarða króna. Í júlí 2012 voru vöruskiptin hagstæð um 419 milljónir króna á gengi hvors árs¹.

Fyrstu sjö mánuðina voru fluttar út vörur fyrir 349,6 milljarða króna en inn fyrir 321,5 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 28,1 milljarði króna, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 26,4 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því tæpum 1,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Þjónustujöfnuður við útlönd var jákvæður um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en var jákvæður um 6,6 milljarða á sama tíma 2012 á gengi hvors árs.