Frá og með síðustu áramótum er fyrirtækjum heimilt að draga frá hærra hlutfall af tekjum sínum til góðgerðamála en áður. Hlutfallinu var hækkað um 0,5% í 0,75%, en um getur verið að ræða framlög til kirkjufélaga, viðurkenndra líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka eða visindalegra rannsókna.

Af þeim aðilum sem höfðu skilað inn framtali í gær fyrir árið 2014 höfðu 5.778 aðilar skráð gjafir, en það er 17,5% allra fyrirtækja. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fjárhæð gjafanna frá þessum aðilum nemur 2,8 milljörðum króna. Heildartekjur þessara aðila voru 2.145 milljarðar króna og nemur þetta því 0,13% af tekjum fyrirtækjanna af því er kom fram í upplýsingum frá Ríkisskattstjóra.