Kaupþing veitti 28 starfsmönnum, sem flestir eru nýir starfsmenn, kauprétt að samtals 1,155 milljónum hluta, að nafnverði 11.550.000 krónur,síðasta miðvikudag til starfsmanna bankans með heimild til að nýta þriðjung kaupréttarins frá 20. janúar til 25. febrúar ár hvert, í fyrsta skipti 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu, þó er ekki greint nánar frá því hverja um ræðir.

Rétturinn er á samningsgenginu 1.110 krónur á hlut á fyrsta innlausnartímabili, 1.166 krónur á hlut á innlausnartímabili 2011 og 1.224 krónur á hlut á innlausnartímabili 2012.

Starfsmenn hafa heimild til að fresta nýtingu innan samningstímans, en við það hækkar samningsgengi í það samningsgengi sem er í gildi á því tímabili þegar hlutirnir verða nýttir.