Einstaklingar í alvarlegum vanskilum 1. ágúst síðastliðinn voru 28.321 og hefur einstaklingum fjölgað stöðugt á vanskilaskrá frá bankahruninu haustið 2008. Hlutfallslega eru flest vanskil á Reykjanesi og svo á Suðurlandi.

9% landsmanna eru nú á vanskilaskrá en 17% þeirra sem búa á Reykjanesi og 10,8% þeirra sem búa á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tölum sem Viðskiptablaðið fékk úr gagnagrunni Creditinfo.

Lægsta hlutfall fólks á vanskilaskrá er á meðal íbúa sem eru búsettir á Austurlandi þar sem 6,3% eru í alvarlegum vanskilum. Alls eru rúmlega 15 þúsund einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu í alvarlegum vanskilum eða um 9,9% íbúa.

Á Norðurlandi eystra eru um 6,6% á vanskilaskrá og á Norðurlandi vestra um 6,5%. Á Vestfjörðum eru um 8,9% íbúa á vanskilaskrá og 9,2% þeirra sem eru búsettir á Vesturlandi. 6% Íslendinga sem eru búsettir erlendis eru á vanskilaskrá.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .