Einungis 7 milljarðar innheimtust af þeim 280 milljörðum krafna lýst var þrotabú íslenskra fyrirtækja á tímabilinu 1. mars 2011 til 1. mars 2012. Það er um 2,4% af öllum lýstum kröfum. Þetta kemur fram í minnisblöðum efnahags- og viðskiptanefndar og samantektar ASÍ vegna frumvarps um bætt skattskil. Ef frumvarpið verðu samþykkt á þessu þingi þá gæti embætti ríkisskattstjóra fengið til heimild til að grípa til mun harðari úrræða en hann hefur haft yfir að ráða gagnvart launagreiðendum sem ekki standa skil á staðgreiðslu af launum starfsmanna sinna eða hafa vanrækt skráningu á launagreiðendaskrá. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að tíminn verði meðal ananrs styttur þar sem ríkisskattstjóri er heimilt til að taka félög út af virðisaukaskattskrá sem ekki hafa gert upp virðisaukaskattinn og sætt áætlun við frumálagningu. Þá hefur verið lagt til að ríkisskattstjóri geti stöðvað atvinnurekstur með atbeina lögreglu ef viðkomandi verður ekki við ítrekuðum tilmælum að koma hlutunum í lag. Mun vera þverpólitísk samstaða um þessa breytingu.