Lýstar kröfur í þrotabú eggjaframleiðandans Brúneggja námu 280 milljónum króna. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Ríflega 31 milljón króna fékkst upp í sértökukröfur en þær námu 71 milljón króna. Veðkröfur greiddust að tæpum helmingi, upp í þær fengust 40,5 milljónir af 87,7 milljónum, og upp í forgangskröfur fundust 5,5 milljón króna en þær námu 15,5 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í almennar og eftirstæðar kröfur. Alls fengust því 77,4 milljónir króna upp í kröfurnar.

Brúnegg var talsvert í fréttum á haustmánuðum 2016 eftir að sagt var frá slæmum aðbúnaði hænsna á einu af búa félagsins að Stafholtsveggjum í Borgarfirði. Egg félagsins voru merkt sem vistvæn en ýmsum þótti sem það kæmi ekki alveg heim og saman við myndirnar sem birtust í fjölmiðlum.