*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 26. mars 2018 17:11

284 kusu í prófkjöri Pírata

Dóra Björt, Sigurbjörg Erla og Elín Ýr Arnar leiða lista Pírata í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

Ritstjórn
Efstu sex á lista Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor
Aðsend mynd

Prófkjörum Pírata í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi lauk nú fyrir stundu og var Dóra Björt Guðjónsdóttir alþjóðafræðingur efst í Reykjavík, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sálfræðingur efst í Kópavogi og Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir þroskaþjálfi efst í Hafnarfirði.

Prófkjörið í Reykjavík var einungis opið fyrir meðlimi aðildarfélags Pírata í Reykjavík, og þar kusu 284, en allir Píratar á landsvísu gátu kosið í hinum tveimur sveitarfélögunum. Tóku 208 þátt í prófkjörinu fyrir Kópavog og 195 í Hafnarfirði.

Efsta fólk á lista Pírata í Reykjavík:

 • 1.  Dóra Björt Guðjónsdóttir, alþjóðafræðingur
 • 2.  Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, umhverfis- og skipulagsfræðingur
 • 3.  Alexandra Briem, þjónustufulltrúi
 • 4.  Rannveig Ernudóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur
 • 5.  Bergþór H. Þórðarson, öryrki
 • 6.  Valgerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri
 • 7.  Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri
 • 8.  Arnaldur Sigurðarson, sölumaður
 • 9.  Þórgnýr Thoroddsen, borgarfulltrúi
 • 10. Elsa Nore, leikskólakennari

Efsta fólk á lista Pírata í Kópavogi:

 • 1.  Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, sálfræðingur
 • 2.  Hákon Helgi Leifsson, þjónustu- og sölufulltrúi
 • 3.  Ásmundur Alma Guðjónsson, hugbúnaðarsérfræðingur
 • 4.  Ragnheiður Rut Reynisdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
 • 5.  Matthías Hjartarson, meistaranemi í rafmagnsverkfræði

Efsta fólk á lista Pírata í Hafnarfirði:

 • 1.  Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, þroskaþjálfi
 • 2.  Kári Valur Sigurðsson, pípulagningamaður
 • 3.  Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, nýbökuð móðir
 • 4.  Hallur Guðmundsson, samskipta- og miðlunarfræðingur
 • 5.  Haraldur R. Ingvason, líffræðingur
 • 6.  Ragnar Unnarsson, ferðamálaráðgjafi
 • 7.  Hlynur Guðjónsson, vélvirki
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is