*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 11. maí 2019 11:05

Eigið fé neikvætt um 28,5 milljarða

Alvotech tapaði 16,4 milljörðum í fyrra, og í lok ársins námu skuldir 47,4 milljörðum, en eignir 18,9 milljörðum.

Ritstjórn
Róbert Wessman er stofnandi og stjórnarformaður Alvotech.
Aðsend mynd

Líftæknifyrirtækið Alvotech tapaði 16,4 milljörðum króna í fyrra, sem er þriðjungi meira en árið áður, samkvæmt ársreikningi félagsins. Tekjur námu 376 milljónum, en félagið er enn í uppbyggingu og hefur ekki hafið sölu neinna lyfja enn sem komið er.

Versnandi afkoma milli ára skýrist fyrst og fremst af auknum fjármagnskostnaði, sem nam 5,8 milljörðum samanborið við 2,3 milljarða árið áður. Heildareignir félagsins námu 18,9 milljörðum um áramótin og jukust um 36% milli ára, og eigið fé var neikvætt um 28,5 milljarða, samanborið við 12 milljarða í árslok 2017.

Greidd laun námu 3,6 milljörðum og hækkuðu um fjórðung milli ára, og ársverk voru 268 og fjölgaði um 37%. Meðallaun námu því 1.120 þúsund krónum á mánuði og drógust saman um 9% milli ára, en félagið gerir upp í Bandaríkjadölum.

Stikkorð: Róbert Wessman Alvotech