Fjáramála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur úr ríkissjóð til stjórmálaflokka fyrir árið 2015.

Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka fara eftir lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Allir flokkar sem fengu a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum.

  • Björt framtíð: 25.002.659 kr.
  • Framsóknarflokkur: 74.079041 kr.
  • Sjálfstæðisflokkur: 80.948.996 kr.
  • Flokkur heimilanna: 9.156.197 kr.
  • Samfylkingin: 38.976.809 kr.
  • Dögun: 9.393.645 kr.
  • Vinstrihreyfingin – grænt framboð: 32.963.593 kr.
  • Píratar: 15.479.059 kr.

Heildarupphæð sem úthlutað var til stjórmálaflokka er 286 milljónir króna.