Atvinnuleysi var 2,9% í mars samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, bæði árstíðaleiðrétt og óleiðrétt. Samtals voru um 6.200 manns atvinnulausir, en tæplega 211 þúsund manns á vinnumarkaði, og atvinnuþáttaka 82,7%, með árstíðaleiðréttingu. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar .

Atvinnuleysi lækkar um 0,3 prósentustig milli febrúar og mars, og hefur nú hækkað um 0,3 prósentustig síðasta hálfa árið, en vekin skal athygli á því að áhrif gjaldþrots Wow air um síðustu mánaðarmót eru ekki inni í þessum tölum, og því viðbúið að talan hækki nokkuð við næstu mælingu.

Samanborið við marsmánuð í fyrra er atvinnuleysi nú 0,6 prósentustigum hærra, atvinnulausir 1.400 fleiri, og vinnuafl telur 5.300 fleiri.