*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 21. mars 2019 15:01

29% flugferða með Boeing Max

Samkvæmt talnagögnun frá Isavia gerir Icelandair ráð fyrir ríflega 6.100 flugferðum með Boeing Max.

Ritstjórn
Boeing 737 MAX 8.
Haraldur Guðjónsson

Icelandair gerir ráð fyrir tæplega 21 þúsund flugferðum í sumar, eða frá apríl til október. Þetta kemur fram í talnagögnum Isavia. Í gögnunum má sjá að Icelandair ráðgerir að nota nýju Boeing 737 Max8 og Max9 í ríflega 6.100 ferðum. Þetta þýðir að flugfélagið hyggst nota vélarnar í 29% af sínum flugferðum í sumar.

Eins og mörgum er kunnugt er búið að kyrrsetja 737 Max-vélar eftir að tvö mannskæð slys urðu með fimm mánaða millibili. Í dag er Icelandair með þrjár 737 Max vélar, en hafði gert ráð fyrir að taka sex til viðbótar í notkun á þessu ári. „Ef þetta dregst á langinn hefði þetta áhrif á okkur og öll flugfélög sem eru með þessar vélar,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í viðtali í Viðskiptablaðinu fyrir viku.

Stikkorð: Boeing Icelandair
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is