Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út í gær en alls bárust 29 framboð á skrifstofu flokksins í Valhöll áður en fresturinn rann út.

Prófkjörið fer fram dagana 13. og 14. mars nk. en eins og áður hefur komið fram er þrír núverandi þingmenn flokksins sem gefa ekki kost á sér áfram. Það eru þeir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og loks Guðfinna Bjarnadóttir sem kom ný inn á þing árið 2007 og hefur því aðeins setið í tæp 2 ár á þingi. Guðfinna var áður rektor Háskólans í Reykjavík.

Á vef Sjálfstæðisflokksins kemur fram til samanburðar að árið 2006, þegar síðast fór fram prófkjör vegna þingkosninga gáfu 19 kost á sér og í nóvember 2002 gáfu 17 kost á sér.

Eftirtaldir hafa boðið sig fram:

  • Ásta Möller, alþingismaður
  • Birgir Ármannsson, alþingismaður
  • Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður
  • Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur
  • Gréta Ingþórsdóttir, MA-nemi og fv. aðstoðarmaður ráðherra
  • Guðfinnur S.Halldórsson, bílasali
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
  • Guðmundur Kjartansson, hagfræðingur
  • Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur
  • Gylfi Þór Þórisson, markaðsstjóri
  • Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og útflytjandi
  • Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur
  • Hjalti Sigurðsson, hagfræðingur
  • Illugi Gunnarsson, alþingismaður
  • Ingi Björn Albertsson, fv. alþingismaður
  • Jón Kári Jónsson, starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar
  • Jón Magnússon, alþingismaður
  • Jórunn Frímannsdóttir Jensen, borgarfulltrúi
  • Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
  • Loftur Altice Þorsteinsson, verkfræðingur
  • Ólöf Nordal, alþingismaður
  • Pétur H. Blöndal, alþingismaður
  • Sigríður Ásthildur Andersen, héraðsdómslögmaður
  • Sigríður Finsen, hagfræðingur
  • Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður
  • Sveinbjörn Brandsson, bæklunarskurðlæknir
  • Valdimar Agnar Valdimarsson, fjármálaráðgjafi
  • Þorvaldur Hrafn Ingvason, laganemi
  • Þórlindur Kjartansson, formaður SUS