Hlutur Straums-Burðaráss í Betsson, sænsku leikja- og fjárhættuspilafyrirtæki, er nú í sölumeðferð hjá Carnegie og SEB Enskilda bank, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Straumur Burðarás ræður yfir rúmum 29% í Betsson og markaðsverð hlutarins er um 4,4 milljarðar króna.

"Við áætlum að söluhagnaður Straums verði um tveir milljarðar króna," segir greiningardeildin. "Bréf Betsson lækkuðu um rúmt 1% í OMX kauphöllinni í dag, en úrvalsvísitalan sænska hækkaði um 0,6%."