Fjárfestingafélagið Atorka birti uppgjör í lok dags á föstudag. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 419 m.kr. og hagnaður ársins 2.891 m.kr. Um rekstur á fjórða ársfjórðungi segir í frétt frá félaginu. ?Það verður að teljast góður árangur þar sem hlutabréfamarkaður á Íslandi lækkaði verulega á fjórða ársfjórðungi. Árangrinum má þakka góða afkomu af fyrirtækjaverkefnum Atorku, s.s. hagnaði hjá Lífi hf. af sölu fasteignar félagsins og hlutabréfum í Litis sem er félag utan um rekstur lyfsöluverslana í Litháen auk annarra verkefna."

Þar kemur einnig fram að sömuleiðis gengu fjárfestingar á erlendum mörkuðum mjög vel og skilaði félaginu góðri ávöxtun." Bókfært eigin fé Atorku í lok síðasta árs nam 9,1 milljarði, en markaðsvirði félagsins er 16,5 milljarður.