Kröfum upp á 5,4 milljarða króna var lýst í skiptum Fasteignafélagsins Þreks, sem nú heitir Þ-1 hf. Félagið var lýst gjaldþrota í 27. september árið 2011 en skiptum lauk í 3. janúar 2020.

2,5 milljarðar króna fengust upp í veðkröfur eða 47% lýstra krafna. Ekkert fékkst upp í kröfur upp á 2,9 milljarð króna. Félagið vann meðal annars að byggingu stúdentagarða í Reykjanesbæ áður en félagið fór í þrot..

Í síðasta ársreikningi sem félagið skilaði, fyrir árið 2009, var eigið fé félagisns metið á 40 milljónir króna, en skuldir og eignir voru bæði um þrír milljarða króna. Helsta eign félagsin var þá íbúðarhúsnæði sem var metið á 2,5 milljarða króna.