Tap Farice, sem rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu, nam 2,9 milljónum evra, jafnvirði 450 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins.

Tapið minnkaði um 1,6 milljónir evra frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í nýju hálfsársuppgjöri félagsins.

EBITDA jókst hins vegar um 10,4% frá sama tíma í fyrra og nam 3,6 milljónum evra. Heildartekjur námu 6,6 milljónum evra og jukust um 8,7% en heildarkostnaður jókst um 6,6%.

Þann 30. júní var eiginfjárhlutfall félagsins 43,4%.