Níu tilkynningar bárust um hópuppsagnir á árinu 2012 þar sem 293 manns var sagt upp störfum. Af þeim misstu 107 manns vinnu í samgöngum og flutningum sem er um 37% hópuppsagna á árinu 2012. Í fyrra komu 124 uppsagnir til framkvæmda en 169 á árinu 2013 og þar af 95 í janúar 2013. Þetta kemur fram á síðu Vinnumálastofnunnar.

Um 84% hópuppsagna voru á höfuðborgarsvæðinu, 4% á Norðurlandi vestra og 12% á Norðurlandi eystra.

Síðan 2009 hefur 8.650 verið sagt upp í hópuppsögnum á 5 árum en flestir misstu vinnuna í hópuppsögnum árið 2009 eða 4.246 manns.