Skuldabréfavísitalan GAMMA:GBI hækkaði um 3% í nóvember og hefur hækkað um 13% á árinu. Hlutfall verðtryggðra bréfa í vísitölunni lækkaði í 69%. Segir í mánaðaryfirliti GAMMA að það hafi einungis einu sinni áður farið undir 70%.

Töluverð útgáfa skuldabréfa var í nóvember og jókst markaðsverðmæti vísitölunnar um 75 milljarða. Það er nú 1.295 milljarðar króna. Líftími vísitölunnar lækkaði lítillega og er nú 8,8 ár.

Óverðtryggð bréf hækkuðu mun meira en verðtryggð bréf. Óverðtryggð bréf hækkuðu um 4,4% samkvæmt GAMMAxi:Óverðtryggð á móti 2,4% hækkun á GAMMAi:Verðtryygt. Meðaldagsvelta var um 14 milljarðar króna en er um 11 milljarðar króna það sem af er ári.