*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 13. janúar 2017 17:10

3 milljarða velta með bréf Marels

Gengi bréfa Marels hækkaði um 1,96 prósentustig í dag í 3 milljarða viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq hækkaði um 0,75 prósent í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á markaði nam 9,5 milljörðum. Þar af var velta á hlutabréfamarkaði 3,4 milljarðar og velta á skuldabréfamarkaði ríflega 6 milljarðar . Lokagildi Úrvalsvísitölunnar er nú 1698,29 stig.

Mest hækkun var á gengi bréfa Marel en þau hækkuðu um 1,96 prósentustig í tæplega 3 milljarða viðskiptum. Einnig voru talsverð viðskipti með bréf Icelandair, en gengi bréf félagsins hækkaði um 0,69 prósentustig í tæplega 280 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Haga, sem skiluðu ársfjórðungsuppgjöri í gær, hækkaði um 0,59 prósentustig í 31 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 9,2 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,7% í dag í 3,5 milljarða. viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 5,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 1,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 4,4 milljarða viðskiptum. 

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,1% í dag í 0,3 milljarða viðskiptum.

 

Stikkorð: Marel Kauphöll Nasdaq hækkanir