Vel menntað og sérhæft starfsfólk er farið að flytjast til starfa erlendis og hafa um 3% starfsmanna Nýherjasamstæðunnar þegar flutt eða eru að flytjast til starfa hjá upplýsingatæknifélögum erlendis, þar á meðal til dótturfélaga Nýherja að því er segir í uppgjörsfrétt fyrirtækisins.

Laun og launatengd gjöld Nýherja námu 1.602 milljónum kr. en voru 1.550 milljónir kr fyrir sama tímabil 2008. Heildarfjöldi stöðugilda í lok tímabilsins var 644 en var 755 fyrir sama tímabil í fyrra.