Á þessu ári hefur orðið umtalsverð fjölgun viðskiptafarþega hjá Icelandair á öllum mörkuðum félagsins og nemur aukningin r yfirleitt um 30-50% eftir svæðum og mánuðum. Framleiðni á hvern farþega eftir viðskiptaflokkum er ekki gefin upp hjá Icelandair en almennt er verð að lækka og það vegur á móti fleiri farþegum og betri nýtingu.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, skýra nokkrir samverkandi þættir þennan árangur með sölu á viðskiptafarrými. "Við höfum gert töluverðar breytingar á fargjöldum, aukið sveigjanleika og bjóðum upp á meiri breidd í verðum en áður. Við höfum aukið tíðni og bætt við áfangastöðum sem er mikilvægt fyrir viðskiptalífið. Við höfum þróað þjónustuna á Saga BusinessClass og reynum alltaf að gera betur og betur. Við gerðum þessar breytingar til að fjölga viðskiptafarþegum, en það hefur komið þægilega á óvart hversu hratt það hefur gerst og aukningin er í raun umfram væntingar," segir Guðjón í Viðskiptablaðinu.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.