*

mánudagur, 21. september 2020
Erlent 18. október 2019 13:45

30 ára hagvaxtarlægð í Kína

Hagvöxtur í Kína mældist 6% en hann hefur ekki verið jafn lár síðan 1980. Þróunin er talin eðlileg.

Ritstjórn
Hagvöxtur í Kína hefur dregist saman en er samt sem áður 6%.
Aðsend mynd

Hagvöxtur í Kína var 6% á þriðja ársfjórðungi 2019 samanborið við sama tíma fyrir ári. Það er lægsti hagvöxtur Kína í um 30 ár. Um þetta er fjallað á vef Financial Times.

Greint er frá því að tollastríð milli Bandaríkjanna og Kína hafi mikil neikvæð áhrif en áætlaður hagvöxtur í Kína var 6,1%. Hins vegar auk tollastríðsins væri óstöðugleiki og samdráttur í heimshagkerfinu að spila stórt hlutverk. Vænta megi áframhaldandi lækkun á hagvexti en sú þróun er talin eðlileg enda tveggja stafa hagvöxtur ekki raunhæfur til lengdar.

Einnig kom fram að Xi Jinping, forseti Kína, telur að helsta áhyggjuefni Kína sé tollastríðið við Bandaríkin, pólitísku vandræðin í Hong Kong auk svínaflensu sem virðist vera ýta verðlagi upp.

Stikkorð: Kína hagvöxtur Kína tollastríð