Emad Sultan, framkvæmdastjóri ríkisolíufélags Kúveit, segir stríðsálag á olíuverði nemi um 30 dölum á tunnu. Hann segir þó að hátt olíuverð hafi lítil áhrif á eftirspurn. Bloomberg greinir frá.

Olíuverð hefur hækkað um tæp 50% það sem af er ári og stendur verðið í um 110 dölum á tunnuna. Mikill þrýstingur hefur verið á olíuverði eftir að takmörkunum vegna faraldursins var aflétt. Í ofanálag hefur innrás Rússland í Úkraínu leitt til frekari verðhækkana.

Kúveit er fjórði stærsti útflutningsaðili olíu á meðal OPEC ríkjanna og nemur olíuútflutningur um 95% af útflutningi landsins.