Vegna aukinna verkefna hjá Loftorku í Borgarnesi hefur á undanförnum mánuðum og misserum fjölgað mikið í hópi starfsmanna fyrirtækisins. Nú er heildarfjöldi þeirra 138 manns, en þar af eru 25-30 erlendir iðnaðar- og verkamenn. Nokkrir nýir starfsmenn hafa bæst við á skrifstofu og í ýmis stjórnunarstörf.

Þá hefur Aðalstein Kristjánsson tæknifræðing verið ráðinn til starfa sem framvæmdastjóri framleiðslusviðs en hann hefur áður starfað hjá fyrirtækinu.

Meðal annarra starfsmanna má nefna Jón Axel Jónsson sem annast gæðamál en hann hefur m.a. mikla menntun á sviði steypurannsókna. Auk Jóns Axels hefur Kristinn Þórisson tekið við gæðaeftirliti í framleiðsludeild. Sigurjón Guðmundsson er flutningastjóri, Kristján Aðalsteinsson annast innflutning, Haukur Óskarsson er verkefnastjóri, Magnús Rannver Rafnsson byggingaverkfræðingur í hönnun og eftirliti og Kári Kolbeinn Eiríksson í röraverksmiðju.