Fasteignamat í Fjarðabyggð hefur hækkað verulega á síðustu tveim árum og nemur hækkunin um þessi áramót 30% sem er mesta hækkun á landinu. Áður hafði fasteignamat í Fjarðabyggð hækkað um 20%. Hækkun þessi kemur í kjölfarið á mikilli hækkun húsnæðisverðs í sveitarfélaginu og líflegri fasteignasölu á síðustu árum.

Þá fylgir þessu að tekjur sveitarfélagsins aukast á komandi ári með hækkuninni.