30 starfsmönnum hjá byggingarvörufyrirtækinu Mest hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Þar er haft eftir Hjalta Má Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Mest að uppsagnirnar séu neyðaraðgerð. Uppsagnir nú séu gerðar í hagræðingarskyni vegna ástandsins í efnahagsmálum.

Hjalti segir líka að afkoma fyrirtækisins hafi ekki verið góð að undanförnu m.a. vegna þess að erfitt sé að innheimta greiðslur fyrir unnin verk. Um 220 manns hafa fram til þessa starfað hjá fyrirtækinu.