Heildarvelta Djús, félags utan um rekstur veitingastaða Lemon, nam 475 milljónum króna árið 2021 og hækkaði um 30% frá árinu áður. Hagnaður félagsins nam 34,7 milljónum króna á árinu samanborið við 36,4 milljóna króna hagnað árið 2020.

Eignir félagsins jukust um 40% á milli ára, fóru úr 41 milljónum í lok árs 2020 upp í 58 milljónir í lok árs 2021. Þar af jókst handbært fé félagins um tæpar fimm milljónir króna, fóru úr 20 milljónum í 25 milljónir á milli ára.

Hagar hf. keypti 49% hlut í félaginu í fyrra. Jóhanna Soffía Birgisdóttir framkvæmdastjóri og Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri, eiga 37% hlut með Sveinbergi Gíslasyni í gegnum félagið Spicy ehf.

Djús rekur sjö Lemon staði út um allt land, en fyrsti staðurinn opnaði á Suðurlandsbraut árið 2013.