Kínverskar mannfjöldaspár gera ráð fyrir að fjöldi vinnandi fólks muni aukast um rúmar 30 milljónir manna á næstu 35 árum.

Þessar spár koma eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn ákvað að aflétta reglugerðum um fæðingartakmarkanir - sem höfðu verið ríkjandi frá 1980 - um að hver fjölskylda mætti aðeins eignast eitt barn.

Lu Jiehua, sérfræðingur í mannfjöldafræðum við Peking-háskóla, segir 30 milljóna viðmiðið sé jafnvel heldur minna en í raun gæti orðið.

Breytingin á takmörkuninni er áætluð að verði formlega tekin inn í lagabálk næsta vor.