Lítið samhengi er á milli stærð­ar og reksturs sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu ís­lenskra sveitarfélaga. Þar er staða sveitarfélaga meðal annars skoð­uð miðað við skuldahlutfall þeirra og veltufé frá rekstri þeirra á móti tekjum.

Slíkur samanburður gefur tækifæri til að meta getu sveitar­ félaga til að standast fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Sé íbúafjölda bætt í myndina kemur í ljós að lítið samhengi er á milli hans og stöðu sveitarfélaganna.

Meðalstór sveitarfélög standa best

„Fjöldi sveitarfélaga og smæð þeirra hefur oft skapað mikla umræðu í þjóðfélaginu [ ... ]. Margir eru á því að fækka þurfi sveitarfélögum en aðrir vilja halda í gamlar hefðir. Í þessu samhengi hafa rökin fyrir samein­ingu verið að óhagkvæmara sé að reka smærri sveitarfélög,“ segir í skýrslunni. Athugun leiðir hins veg­ar annað í ljós. Hjá tæplega 30% af sveitarfélögum á Íslandi með íbúa­ fjölda undir 1.000 stendur rekstur ekki undir skuldsetningu. Hjá sveit­arfélögum með íbúafjölda á milli 1.000 og 5.000 er hlutfallið svip­að og rétt um 20% hjá allra stærstu sveitarfélögunum. Hjá meðalstór­ um sveitarfélögum (5.000­10.000 íbúar) er staðan best.

Þó að sveitar­ félögin standi því vissulega misvel virðast aðrar skýringar liggja þar að baki en oft hefur verið ætlað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.