Flutningur á hluta íbúðalánasafns Spron yfir til Íbúðalánajóða er á lokastigi og um leið verður allt lánasafn Sparisjóðs Keflavíkur flutt yfir. Rætt er um að taka yfir íbúðalán að verðmæti 20 milljarða króna frá Spron og 10 til 15 milljarða hjá Sparisjóði Keflavíkur.

Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra Íbúðalánashjósð, er mikið verk að fara yfir hvert og eitt lán en þau eru flokkuð niður eftir ákveðinni aðferðafræði eftir gæðum lánanna. Það mat byggist á veðsetningagæðum, hver uppgreiðslusagan er og hvort þau séu í skilum eða vanskilum. Þegar þetta mat liggur fyrir er samið um greiðslur fyrir safnið í heild.

,,Útgangspunkturinn er bókfært verð lánanna og það breytist ekkert gagnvart skuldaranum,” sagði Guðmundur. Rætt er um að taka yfir íbúðalán að verðmæti 20 milljarða króna frá Spron og 10 til 15 milljarða hjá Sparisjóði Keflavíkur. Í tilfelli Spron er um að ræða hluta af íbúðalánasafni þeirra en líklega mun Íbúðalánasjóður taka yfir allt safn Sparisjóðs Keflavíkur enda hafa stjórnendur sparisjóðsins óskað eftir því. Erlend íbúðalán Spron eru fyrir utan þessa yfirfærslu núna. Að sögn Guðmundar er ekki hægt að koma með nákvæmari tölur þar sem málinu er ekki að fullu lokið.

Tilflutningur erlendra lána til Íbúðalánasjóðs verður á fullu verði enda segir reglugerð um færsluna til um það. Að sögn Guðmundar væri það stjórnveldsaðgerð ef ætti að finna annað gengi eða breyta í íslenskar krónur. Slík ákvörðun er Íbúðalánsjóði ekki heimild miðað við núverandi reglur.