Magn vergrar landsframleiðslu á mann á Íslandi árið 2017 var 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28 (ESB28) samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar . Ísland var í fimmta sæti af 37 Evrópuríkjum.

Magn vergrar landsframleiðslu á mann árið 2017 var hæst í Lúxemborg, 153% yfir meðaltali ESB ríkjanna, en þar á eftir kom Írland þar sem verg landsframleiðsla á mann var 84% yfir meðaltali þeirra. Lúxemborg sker sig úr hópnum en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar en býr utan þess og telst því ekki til íbúa.