*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 20. júní 2018 17:02

30% yfir meðaltali ESB ríkjanna

Magn vergrar landsframleiðslu á mann á Íslandi árið 2017 var 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28.

Ritstjórn
Hagstofa Íslands
Haraldur Guðjónsson

Magn vergrar landsframleiðslu á mann á Íslandi árið 2017 var 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28 (ESB28) samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Ísland var í fimmta sæti af 37 Evrópuríkjum. 

Magn vergrar landsframleiðslu á mann árið 2017 var hæst í Lúxemborg, 153% yfir meðaltali ESB ríkjanna, en þar á eftir kom Írland þar sem verg landsframleiðsla á mann var 84% yfir meðaltali þeirra. Lúxemborg sker sig úr hópnum en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar en býr utan þess og telst því ekki til íbúa. 

Stikkorð: Hagstofa Íslands
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is