Verslanir selja kilóið af nammi á nammbar á allt að 2.499 krónur. Á sama tíma er lægsta uppgefna kílóverðið frá heildsala 757 krónur. Álagningin er þessu samkvæmt allt að 300% ef ekki er tekið tillit til afsláttar verslana á laugardögum. Á þeim dögum er álagningin allt að 65%.

Viðskiptablaðið fór á stúfana og kannaði verð bæði hjá heildsölum sælgætis og á nammibörum verslana. Niðurstöðurnar eru birtar í blaðinu sem kemur út á morgun. Samkvæmt þeim nemur framboð sælgætis 6.000 tonnum á innfluttu og íslensku sælgæti á ári. Það jafngildir 19 kílóum á mann en það er meira en tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Matís, segir að fyrir ári hafi honum blöskrað þegar hann sá ástandið við nammibari verslana á laugardögum. Hann líkir látunum við dýragarð og segir Íslendinga þurfa að læra að umgangast nammi.

Ítarlega er fjallað um nammibarina í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Félag Steinunnar Guðbjartsdóttur fær nýjan tilgang
  • Stjórnendur Ölgerðarinnar ósáttir við Arion banka
  • Straumur aðili að milljarðaviðskiptum með Deutsche Bank
  • Skiptastjóri gamla Capacent vill 170 milljónir frá nýjum eigendum
  • Endurskoðendur segja áhrif veiðigjaldsins neikvæð fyrir útgerðina
  • Íslandsbanki segir horfurnar bjartar
  • Hagvaxtarspá fjármálaráðuneytis krufið til mergjar
  • Faðir evrunnar í ítarlegu viðtali
  • Hönnuðir lenda oft fyrir barðinu á hugverkaþjófum
  • Leikfimi fyrir börn og foreldra
  • Nærmynd af Þórarni G. Péturssyni, aðalhagfræðingi Seðlabankans
  • Nýjustu bílarnir ög önnur tryllitæki
  • Óðinn skrifar um sjálfstæði Seðlabankans
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem vill sjá meiri pening frá slitastjórnum innanlands
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira.